top of page
Search
  • Writer's pictureKatrín Sandholt

Orkusvið & Orkuheilun

Updated: Sep 23


Orkusvið og Orkuheilun

Allt sem er lifandi á jörðinni (og utan hennar) er í raun samansafn af mismunandi orkutíðni í mismunandi samsetningu.


Allt er orka, við erum orka, og þó við sjáum orkuna okkar í formi líkama þá er samt sem áður raunverulega orkan okkar mun stærri og tengist inn á allt og alla.


Sá partur af okkur sem helst stöðugastur í tíðni er líka sá partur sem við sjáum með berum augum. Hins vegar er orkusviðið okkar ekki eins stöðugt og flöktir oft á dag í tíðni og umfangi.



áran okkar


Orkusvið okkar er oft nefnt ára, áran er útgeislunin af þeirri orku sem við berum í orkustöðvunum okkar sem flæðir í gegnum þær með aðstoð orkubrauta í “orkulíkamanum” okkar.


Áran okkar er því ekki það sama og orkusvið, heldur aðeins lítill partur af mun stærra fyrirbæri, en þó allt byggt upp af sömu eindum og í grunninn orka.




orkusvið og tenging

Minn skilningur á orku, það sem mér hefur verið sýnt af mínum leiðbeinendum og þeim sem vinna með mér, er sá að við erum jafn mikill partur af hvort öðru og öllu í kringum okkur eins og sólargeisli í stofunni hjá þér er tengdur sólargeisla í sahara eyðimörkinni. Erfitt að sjá frá hvoru sjónarhorni fyrir sig, en augljóst frá sjónarhorni geimstöðvarinnar.


Margt getur haft áhrif á orkuna okkar, bæði utanaðkomandi áreiti og hugsanir sem við veitum athygli.

Neikvæðni kallar á neikvæðni og jákvæðni kallar til sín jákvæðni.


Þannig getum við oft fallið í orkutíðni þegar við lendum í erfiðum aðstæðum, neikvæðar hugsanir hafa einnig mikil áhrif á orkutíðnina okkar og veikindi setja strik í hana líka.




orkuheilun

Orkuheilunin sem ég beiti er unnin í háorku af hópum af verum, nánar tiltekið 7 hópum með um það bil 4-5 verum í hverjum hóp.


Þeri vinna eingöngu á orkusviðinu og ná þannig til hvers sem er á mjög djúpstæðan hátt, þeir vinna á líkamleg veikindi ásamt andlegum og/eða orkulegum lokunum sem geta verið að hrjá viðkomandi í daglegu lífi. Þar sem vinnan fer alfarið fram á orkusviðinu er engin þörf á að mæta til mín í tíma, allt er unnið í "fjarvinnu" og sendi ég svo viðkomandi skýrslu á netfang þegar ég er búin að fara í gegnum mitt ferli.


Ég fæ upplýsingar um hvað þarf að vinna sérstaklega með og hvort það taki “langan tíma” (tími er auðvitað huglægur) en þeir gefa mér yfirleitt jarðneskan dagafjölda.

Þegar þeir telja marga daga þurfa til þess að vinna með eitthvað sérstakt er það yfirleitt vegna þess að það atriði er að hrjá viðkomandi mikið og þarf mikla orkujöfnun til þess að vinna á.




orkujöfnun

Mikil orkujöfnun á einu bretti getur valdið þreytu, flensueinkennum og hreinlega verkjum hjá fólki.


Þessvegna vinna þeir þetta í orkuþrepum, mismunandi tíðni og umfang í hverju þrepi fyrir sig. Yfirleitt finnur fólk mest fyrir heiluninni fyrsta daginn, en þá er mesta tíðnisbreytingin hjá viðkomandi, einkennin minnka svo jafnóðum en geta verið misjöfn eftir hversu mikið þarf að jafna. Ég bið einnig um að viðkomandi sé send aðstoð til þess að halda þessum hlutum í góðu jafnvægi framvegis.



mismunandi heilun


Heilunin sem ég vinn með hentar einnig vel til þess að hreinsa út úr húsum, senda góða orku inn í framtíðar athæfi, laga vernd hjá einstaklingum og aðstoða við að opna orkubrautir sem hafa áhrif á margvíslega líkamlega starfsemi eins og t.d meltingu, getnað, andleg veikindi, stoðkerfisvandamál og margt fleira.




493 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Fáðu nýjustu greinarnar beint í innhólfið!

bottom of page