top of page
Search
  • Writer's pictureKatrín Sandholt

Líf á milli lífa

 
Sál í rólegu millibilis ástandi, fljótandi í víðáttumiklu rými, umvafin hlýju, gylltu ljósi sem táknar djúpa íhugun og kyrrð

Þegar ég vinn með dáleiðslu förum við oft á stað sem ég nefni "millibilið".

Það er staður þar sem sálin hvílir sig og lítur yfir lífið sem hún var að upplifa.



Á þessum stað er sálin með mikla yfirsýn og auðvitað vitneskju um svo margt meira en við höfum í lifanda lífi.


Þar getur sálin skoðað ástæðuna fyrir því að hún valdi þetta líf, hver tilgangurinn með því átti að vera og hvort tilganginum hafi verið náð.



Geislandi sál yfir bók lífsins, með blaðsíður sem sýna mismunandi lífsreynslur, baðaðar mjúku, gylltu ljósi, þar sem sálin rólega íhugar þessi augnablik.

Það er fyndið að segja frá því að sálin virkar svo miklu kaldari og hlutlausari á þessum stað, það er allt svo klippt og skorið.


Þegar við erum að upplifa mennska tilveru erum við uppfull af allskyns flóknum tilfinningum sem við stjórnumst af.

Við upplifum svo mikinn skala á milli góðs og ills.

En hinumegin er allt gott, þessi skali er ekki til og sálin okkar skilur ekki neikvæðar tilfinningar sem eitthvað slæmt, heldur aðeins sem verkfæri til þess að kenna okkur og hjálpa okkur að þroskast.


Ég hef verið með manneskju í dáleiðslu sem hefur upplifað hrikalega erfitt líf, mikil eymd og volæði.

Manneskjan hefur verið hágrátandi í dáleiðslunni og virkilega fundið fyrir sársaukanum úr því lífi.

En um leið og við fórum í "millibilið" var sálin mjög róleg, og mjög sátt með lífið sem við vorum að skoða.



sálfigúra í friðsælu, ljósfylltu rými, lausu við þessar tilfinningar, sem táknar hærra sjónarhorn sálarinnar.

Sálin sagði að þetta hefði verið flott upplifun og nákvæmlega eins og hún ætlaði sér með það líf í upphafi!


Það getur oft verið erfitt fyrir okkur að skilja allan sársaukan sem er allt í kringum okkur hér á jörðinni, en það er gott að muna að þetta er allt partur af mikið stærra samhengi.


Það er ástæða fyrir þessu öllu og þetta líf sem við lifum í dag er ekki endapunkturinn.


Flestir lýsa mjög svipuðu ferli í "millibilinu", það er verið að hvíla sig og skoða hvernig lífið gekk. Hvort það hafi verið eitthvað sem þarf að gera betur og/eða aftur til þess að ná markmiðinu sem við settum upp í byrjun.

Stundum veljum við að gera hlutina aftur, ef okkur fannst við ekki ná að læra nógu vel af reynslunni síðast.


"Millibilið" lýsir sér oftast sem tilfinningu, því er mjög oft lýst sem ljósi sem umlykur og fer inn í sálina. Það er hlýtt og hreinn kærleikur.

Sálin upplifir sig yfirleitt bara sem "að vera", það er engin líkami eða form á henni.


Sálin er partur af ljósinu, sameinast því en þekkir samt muninn á sér og ljósinu.


Stundum náum við að fara aðeins lengra í þessu ástandi, ef það er ástæða til þess að skoða það í dáleiðslunni.

Þá upplifir manneskjan sig oft fara á stað þar sem hún getur valið annað líf, eða valið að sleppa því í bili.

Hinsvegar eru þær sálir sem leita í dáleiðslu yfirleitt á einhversskonar lærdómsleið og velja flestar að fæðast aftur.

Það geta verið margar ástæður fyrir því að sálin velur tiltekið líf, stundum velur hún að fæðast aðeins til þess að hjálpa annari sál að þroskast. Þá sjáum við hana kannski velja sér líf sem verður ekki mjög langt t.d.



Sál í töfrandi rými, stendur á krossgötum með margar glóandi leiðir framundan, táknandi mismunandi lífsval, umvafin mjúku og hlýju ljósi, sem gefur til kynna ró og mikilvægni þessarar ákvörðunar.

Oftast er einhver úr sálarhóp okkar viðstaddur þegar við veljum næsta líf, sálarhópar halda saman og fæðast oft í sama umhverfi til þess að læra af hvort öðru en líka til þess að hafa stuðning hvort af öðru.


Þó við skiljum ekki beint neikvæðu tilfinningarnar í þessu ástandi, þá skiljum við að við erum að leggja upp í ferðalag sem mun gefa okkur mikla reynslu, og sem getur orðið erfitt.


Stundum eru aðrar verur viðstaddar, frá öðrum víddum og plánetum. Þær eru tengdar okkur, jafn tengdar og ljósið sem ég nefndi áðan. Sum líf sem við veljum krefjast þess að þær séu tengdari okkur í því lífi en annars.


Það er einnig hægt að hitta aðrar verur og sálir í þessu ástandi, við notum oft þetta millibil í dáleiðslunni til þess að leita að svörum varðandi núverandi líf. Þá er t.d hægt að fá að vita hver tilgangurinn var með vali á þessu lífi, hvað við getum gert til þess að fá sem mest út úr lífinu og fengið tengingar og aðstoð til þess að hjálpa okkur með framhaldið.


Að fara úr líkamanum við dauða er eins og að vakna úr draumi, lífið var draumur og það sem tekur við er tímabilið sem sálin skoðar drauminn frá sínum "vakandi" raunveruleika.







Langar þig að bóka tíma?










148 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Fáðu nýjustu greinarnar beint í innhólfið!

bottom of page