top of page

Create Your First Project

Start adding your projects to your portfolio. Click on "Manage Projects" to get started

Viðtal í Séð & Heyrt 2008

Dáleiðsla eða Regression therapy eins og þessi grein útleggst á ensku er lítið þekkt hérlendis. Séð og Heyrt fékk leikarann og stuðpinnann Frank til að leggjast á bekkinn hjá Katrínu dávald og reiki meistara, þar sem ýmislegt forvitnilegt kom í ljós.


Dáleiddur!
„Ég kynntist þessari atvinnugrein í Svíþjóð og datt inn á námskeið þar í dáleiðslu en ég er einnig Reiki Master,” segir fyrrilífs dávaldurinn Katrín Axelsdóttir sem tekur á móti Frank.
Katrín segir þessa aðferðafræði vera tilkomna fyrir hálfgerða tilviljun.„Dáleiðsla er notuð af sálfræðingum og geðlæknum til að opna fyrir bældar minningar úr fortíðinni. Fólk hefur fyrir tilviljun upplifað sín fyrri líf í gegnum þessa aðferð en hún er ekki þróuðu beint til þess,” segir Katrín dularfull á svip.
Hún útskýrir því næst fyrir Frank hvernig dáleiðslan virkar, en Frank eins og margir aðrir er ekki alveg með á hreinu hvað er að fara í gang. „Ég veit ekki alveg við hverju ég á að búast en ég hef aldrei verið neitt sérstaklega andlega sinnaður. Ég er þó alltaf til í að prufa eitthvað nýtt.”
Katrín segir að viðkomandi sé alltaf sjálfur við stjórn en hún fái fólk til þess að slaka vel á og leiði það því næst í gegnum nokkur skref. „ Þetta er hálfgerð sjálfsdáleiðsla, manneskjan sjálf er alltaf við stjórn, ég get aldrei tekið yfir heldur aðstoða aðeins viðkomandi. Fólk freistast oft til að dvelja of lengi í vissum augnablikum. Ég hjálpa því þá að komast á réttan stað og grafa dýpra.”

Ekkert sem þú ræður ekki við


Katrín segir fólk verða að vera opin fyrir dáleiðslu og sleppa takinu þar sem ekki er hægt að pína fólk í dáleiðslu. Sjarmurinn Frank er alltaf sprellandi hress og til í allt og verður Katrínu því væntanlega auðveldur til dáleiðslu.
„Ég flutti til Íslands árið 2006 og hef stundað þetta hérna síðan. Þetta tekur oft á en ég þarft að vera tilbúin að styðja fólk í ýmsum aðstæðum og vera skilningsrík. Fólk er oft að upplifa erfiða hluti. Fyrsta tilraun sýnir þér þó ekki erfiðustu lífin, því þá er hugurinn á varðbergi.”
Fólk leitar til Katrínar af hinum ýmsu ástæðum, sumir eru forvitnir á meðan aðrir hafa beinar ástæður fyrir komu sinni. Oft er eitthvað að hrjá fólk án þess að eiga sér einhverjar skýringar eins og til dæmis ofsahræðsla sem viðkomandi kannast ekki við eða getur ekki tengt svo sem innilokunarkennd eða vatnshræðsla.
“Þegar þú veist ástæðuna fyrir hlutunum eins og vatnshræðslu getur þú unnið í því. Við sjáum aldrei neitt sem við erum ekki í stakk búin að ráða við. Hugurinn er svo magnað fyrirbæri, hann sýnir þér ekki eitthvað sem þú ræður ekki við,” segir Katrín og bætir við að það er hægt að aftengja sig og sjá það sem er að gerast frá öðru sjónahorni, svo sem ofan frá.

Var ekki kona

Tveimur tímum seinna stendur Frank upp af sófanum hjá Katrínu. „Þetta var mjög forvitnilegt. Ég get eiginlega ekki skorið úr um hvort þetta eru minningar eða eitthvað sem ég ímyndaði mér upp úr sjónvarpinu. Ég man auðvitað ekkert frá mínum fyrrilífum til að geta dæmt um það,” segir Frank hressleikinn uppmálaður.
Hann lýsir tilfinningunni sem samblöndu af tilfinningu og að sjá en samt ekki sem utanaðkomandi. „Ég sá mann sem mér fannst hafa geta verið ég. Hann var töluvert hærri en ég er í dag, um 1,80 á hæð en ég sá ekki framan í hann. Hann hefur samt pottþétt verið einstaklega myndarlegur eins og ég,” segir Frank og skellihlær.
„Þetta var mjög áhugavert og ég virðist hafa brallað eitt og annað. Það skiptust á skin og skúrir en þetta var aldrei óþægilegt. Ég var mjög meðvitaður um sjálfan mig á meðan þessu stóð. Það kom samt ekkert fram þarna að ég hefði verið kona. Það hefði verið forvitnilegt,” segir Frank og brosir enda alltaf stutt í húmorinn.
Hann segir dáleiðsluna hafa komið sér skemmtilega á óvart og mælir með að fólk prufi.
„Maður sér bara hluti en verður svo bara að eiga það við sig hvort þetta er raunverulegt eða ekki. Ég labbaði út með mikið af spurningum sem ég á eftir að gera upp við mig,” segir Frank léttur í lund enda lífsreyndur.


Þorbjörg Marinósdóttir
Blaðakona Séð og Heyrt

bottom of page