top of page

Aðhvarfsmeðferð

Verð

320000

Lengd námskeiðs

5 vikur

Námskeiðis lýsing

Aðhvarfsmeðferð eða "Regression Therapy" eins og hún kallast á ensku, er notuð til þess að vinna með áföll sem liggja í fortíð einstaklings. Mjög oft í fyrri lífum.


Kenndar eru öflugar dáleiðslu innleiðingar, tækni til þess að nálgast undirmeðvitundina og færni til þess að vita hvernig skal vinna með það sem kemur upp.


Það verður farið yfrir aðferðir til þess að greina dáleiðslu ástand og hvernig má hjálpa fólki að öðlast betri líðan bæði líkamlega sem andlega með töfrum dáleiðslu!


Þá er einnig farið stutt í sögu dáleiðslunnar og tæknilegar upplýsingar.

Það verður kennd mismunandi tækni og aðferðir við meðferðina, utanumhald viðskiptavinar og markaðssetning.


Kennt er í 2. daga lotum með viku á milli lota.

Vikan er notuð til heimavinnu, æfingar, sem farið verður yfir í byrjun næstu lotu.


Dagsetningar:


VOR 2024 FULLT

13. - 14. apríl kl 11.00 - 16.00

20. - 21. apríl kl 11.00 - 16.00

27. - 28. apríl kl 11.00 - 16.00

11. - 12. maí kl 12.00 - 16.00

Klst matarhlé á hverjum degi.


HAUST 2024

10. - 11. ágúst kl 11.00 - 16.00

17. - 18. ágúst kl 11.00 - 16.00

24. - 25. ágúst kl 11.00 - 16. 00

7. - 8. september kl 12.00 - 16.00

Klst matarhlé á hverjum degi.Skráning er hafin, takmarkaður fjöldi til þess að tryggja gæði námskeiðis!


Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið.

Útskrifaðir nemendur eru gjaldgengir í félag dáleiðara.

Kennari

Katrín A. Sandholt

Katrín A. Sandholt

Katrín Sandholt lærði dáleiðslu árið 2005 í Svíþjóð hjá einum færasta dávald Svíþjóðar á þeim tíma, Ola Sahlin.

Hún hefur unnið við dáleiðslu síðan 2005, aðallega með aðhvarfsmeðferð (regression therapy) en hefur einnig bætt við sig margskonar fjölbreyttri dáleiðslutækni og vinnur helst með aðferð og tækni sem hún hefur þróað sjálf.

Katrín er einnig Reiki Grand Master og stundar orkuheilun og annarskonar orkuvinnu sem hún hefur sjálf þróað með árunum.

Þá hefur hún einnig stundað sálfræðinám, kynnt sér mismunandi heilunar aðferðir og aukið við þekkingu sína á andlegum málum.

bottom of page