top of page

Þjónustur í boði

01.

Ég legg fyrir þig spá um nánustu framtíð.

Ég vinn þessa spá í fjarvinnu og sendi þér svo spána niðurskrifaða á netfangið þitt.

 

Yfirleitt legg ég eitt ár í einu, því að mínu mati er allt lengra en það enn óskrifað að mestu.

Það er alveg sjálfsagt að skoða eitthvað sérstakt nánar, eins og ástarmál, peninga eða annað sem liggur þér á hjarta.

Ég notast við tarot spil og eigið innsæi. 

Verð. 8.000kr

02.

Ég kem í heimahús og hjálpa þér að komast í dáleiðslu ástand til þess að skoða fyrri líf og tengingu þeirra við þitt núverandi líf.

Það er gott ef þú hefur rými þar sem þú getur legið eða setið þægilega á meðan á meðferðinni stendur.

 

Dáleiðslan tekur 1,5-2 klst per skipti og tek ég upp tímann.
Ég sendi svo hljóðskránna til þín eftir tímann.

Verð. 25.000kr

03.

Ég vinn með háorku sem ég sendi svo áfram,

nota pendúl og kort yfir orkustöðvarnar til þess að hjálpa mér að sjá hvað er í gangi með þær og læt svo opna þær eða lagfæra ef það er eitthvað slíkt sem kemur upp.

 

Þú þarft bara að vera opin og samþykk/ur heiluninni sem ég sendi á þig, engin þörf á að mæta til mín þar sem ég vinn þetta á orkusviðinu.


Heilunin er unnin í þrepum af mínum hjálpurum og er því yfirleitt unnin yfir nokkra daga tímabil til þess að orkan sé ekki eins átakanleg og erfið að taka á móti.
Ég sendi þér svo niðurstöðurnar á emaili þegar ég er búin að þessu.

Verð. 11.000kr

04.

Ég tengist inn á heilsu þína og orku, skoða hvað má bæta og vinn að því með mínum aðstoðarmönnum hinumegin.


Ég vinn bæði með fýsíska líkamann og andlega líðan. 

Ég hringi í þig á bókuðum tíma og við förum saman yfir hvað þarf að skoða. 

Verð. 15.000kr

05.
Transpersónuleg dáleiðslumeðferð er heildræn og andleg nálgun sem nær yfir fleiri svið en hefðbundin dáleiðslumeðferð. Meðferðin tekur mið af þeirri hugmyndafræði að einstaklingur er samblanda af huga, líkama og sál. 
Þá er leitast við að samþætta og samræma þessa þætti sjálfsins.
Meðferðin býður upp á sálarendurheimt, fyrri líf, erkitýpu skoðanir og andlegar tengingar sem hjálpa til við að leysa úr læðingi innri kraft og töfra undirmeðvitundarinnar með því að efla sjálfsvitund ásamt tenginum alls sem er.

Endilega takið fram í athugasemdum hver megin áhersla þín er til þess að ég geti sérsniðið meðferðina.

Verð. 30.000kr
06.

Ég hringi í þig á bókuðum tíma, ég les svo í spil og orkuna þína til að sjá hvað er um að vera hjá þér í nánustu framtíð.

Stundum koma aðilar hinumegin frá með skilaboð en ekki alltaf.

Verð. 15.000kr

bottom of page