Þó ég sé aðallega þekkt fyrir fyrri lífs dáleiðslu, þá er sú meðferð aðeins hluti af stærri heildarmeðferð sem ég vinn með.
Transpersónuleg dáleiðslumeðferð er heildræn og andleg nálgun sem nær yfir fleiri svið en hefðbundin dáleiðslumeðferð.
Meðferðin tekur mið af þeirri hugmyndafræði að einstaklingur er samblanda af huga, líkama og sál.
Þá er leitast við að samþætta og samræma þessa þætti sjálfsins.
Með þessari tækni getum við skoðað innri visku, hærra sjálf og andlegar víddir sem aðstoða okkur og heila.
Meðferðin býður meðal annars upp á sálarendurheimt, fyrri líf, erkitýpu skoðanir og andlegar tengingar sem hjálpa til við að leysa úr læðingi innri kraft og töfra undirmeðvitundarinnar með því að efla sjálfsvitund ásamt tengingumvið alheiminn.
Transpersónuleg dáleiðsla getur þvi opnað fyrir ótrúlega möguleika til breytingar, betrunar og andlegrar tengingar.
Þær aðferðir sem ég vinn með.
Aðeins eru ein til tvær aðferðir notaðar saman hverju sinni.
Barnið í okkur - Vinnsla og Heilun
Markmið þessara meðferðar er að tengjast barninu í þér til þess að vinna úr áföllum og sárum úr æsku. Hún aðstoðar þig við að tengjast barninu sem þú varst, sýna því umhyggju og hlýju og hjálpa því að heila erfið sár. Þetta er sérstaklega góð meðferð þegar fólk á erfiða reynslu úr æsku sem heftir það í lífinu.
Þá geta einkenni þess verið lágt sjálfsmat og sjálfsmynd, óuppgerðar tilfinningar og óhentug mynstur sem urðu til í æsku.
Sálar Endurheimt
Tilgangur sálar endurheimt er að leita uppi og sameinast sálarbrotum sem við höfum skilið eftir okkur til þess að heila sálina okkar og hugann. Við vinnum að því að lagfæra “heildina” með því að skoða sálarbrot sem hafa tapast vegna áfalla eða erfiðara lífsreynslu.
Einkenni þess að vanta sálarbrot geta t.d. verið tómleika tilfinning, aftenging við lífið og að finnast maður ekki “líða eins og manni sjálfum”.
Fyrri lífs dáleiðsla
Með fyrri lífs dáleiðslu skoðum við líf sem við höfum lifað áður til þess að fá innsýn í núverandi líf, losa um óæskilegar tilfinningar og fá skilning á hvernig fyrri líf geta haft áhrif á núverandi líf.
Gott að nota til þess að skoða ofsahræðslu, óútskýrða hræðslu, ítrekuð mynstur og vinna úr hlutum sem virðast eiga sér rætur í öðru lífi.
Andleg tenging
Að nálgast andlega tengingu getur snúist um að dýpka tengingar, tengjast hærra sjálfi, verndurum og leiðbeinendum eða til þess að fá skilning á tengingum alls sem er. Þessi meðferð getur leitt til mikillar andlegrar upplifunar og tilfinningu um tilgang með lífinu.
Margir nota þessa meðferð til þess að dýpka tengingu sína, finna svör við andlegum málum eða leitast eftir andlegri leiðsögn.
Ættorku vinnsla og heilun
Með þessari aðferð sækjumst við í að tengjast ættfeðrum/mæðrum og leiðbeinendum sem tengjast okkur í gengum árhundruði. Með þessu getum við aukið við okkur visku og fundið leiðsögn þeirra sem komu á undan okkur.
Mikið notað til valdeflingar, sem andleg leiðsögn og til þess að koma á tengingu við þessi visku öfl.
Erkitýpísk könnun
Með Erkitýpískri könnun notumst við við tákn og orku sem tengist okkar innra sjálfi, til þess að dýpka skilning og tengjast betur okkar eigin hæfileikum og efla okkur.
Við notum þessa meðferð til þess að öðlast skýrleika á tilgangi lífsins, skilja tengingar sambanda og takast á við atburði lífsins.
Ljósveru virkjun
Í ljósveru virkjun notum við sérstæka aðferð til þess að virkja orku og andlega ljóslíkamann okkar, við vinnum með orkustöðvar til þess að víkka meðvitund okkar
Þessi meðferð er vinsæl til þess að auka við andlegar tengingar, hækka orkustig og upplifa hærri víddir meðvitundar.
Ótvíræð meðvitund
Þessi aðferð leyfir einstaklingnum að fara út yfir egóið til þess að skoða tengingu sína við allt sem er.
Góð aðferð til þess að finna ný sjónarhorn á lífið, minnka streitu, finna tilgang og skynja tengingu við alheiminn.
Það er mjög persónubundið hvað hentar hverju sinni og hægt að útbúa meðferð eftir þörfum. Til þess að panta transpersónulega dáleiðslu þarf að taka fram hver meginástæða er fyrir því að leitað er eftir aðstoð með dáleiðslu, þá get ég sérsniðið aðferðirnar eftir því.
Comments