Hefur þú heyrt talað um fyrri lífs dáleiðslu?
1. Erfiðleikar og óæskileg hegðunarmynstur.
Hefur þú upplifað tilfinningu um að vera alltaf fastur í sama farinu? Finnst þú ávallt gera sömu mistökin aftur og aftur, laðar ítrekað að þér sömu týpuna af fólki eða stendur oft frammi fyrir samskonar erfiðleikum? Fyrri lífs dáleiðsla veitir innsýn í fyrri líf og leyfir þér að skoða hvort rót þessa mynstra sé að finna í gömlum ómeðhöndluðum áföllum eða tilfinningum. Þannig má notast við dáleiðsluna sem tól til þess að brjótast út úr þessum mynstrum og halda áfram með það líf sem þér var ætlað að lifa.
2. Faldir hæfileikar og óútskýrðar ástríður.
Stundum upplifum við miklar tilfinningar og tengjum sterkt við vissar athafnir eða áhugamál án þess að skilja afhverju. Með dáleiðslu er hægt að afhjúpa falda hæfileika og ástríður sem eiga sér uppruna í fyrri lífum. Þannig getur sú vitneskja hjálpað þér að skilja og styrkja afstöðu þína til þeirra áhugamála og athafna, sem þú hefur þegar lært og upplifað í fyrri lífum.
3. Tilfinningaleg sár og úrvinnsla áfalla.
Áföll fyrri lífa geta haft djúpstæð áhrif á okkur í núverandi lífi og heft okkur á lífsleiðinni. Með dáleiðslu eru þau áföll sem hafa mestu áhrif á núverandi líf skoðuð og unnið með að vinna úr þeim, til þess að færa einstaklinginum betra tilfinningalegt jafnvægi og tilgang.
4. Tilgangur lífsins.
Margir eiga erfitt með að skilja tilgang lífsins og upplifa oft tilgangsleysi og depurð. Með fyrri lífs dáleiðslu skoðum við rót vanlíðaninar og fáum innsýn í þann tilgang sem við ætluðum okkur í þessu lífi. Með þessu fæst betri líðan og hvatning til þess að uppfylla tilgang okkar í lífinu.
5. Andleg málefni og upplifanir.
Fyrri lífs dáleiðsla getur aðstoðað einstakling til þess að fá dýpri skilning á andlegum málefnum og upplifunum, bætt tengingu við alheiminn og andaheiminn. Auðvelt er að skoða andlegar upplifanir betur og fá betri skilning á þeim, eins er gott að nota tímann til þess að tengjast þeim sem fylgja okkur.
6. Ofsahræðsla og fóbía.
Ofsahræðsla (phobia) getur oft verið afleiðing áfalla úr fyrri lífum, með því að skoða rótina er hægt að vinna úr því að losa sig við heftandi hræðslu og fá þannig meiri frelsi og frið í líf sitt.
7. Erfið sambandsslit.
Með dáleiðslu er hægt að skoða fyrri sambönd og raunverulegan skilning á því hvers vegna sambandinu var ekki ætlað að halda áfram. Þá er einnig hægt að skoða betur þau sambönd sem þú hefur átt í fyrri lífum og þannig dýpkað skilning þinn á því að við erum öll tengd og sterk sambönd endast að eilífu. Þetta gefur þér innri frið á djúpstæðan hátt og leyfir þér þannig að halda áfram með lífið í þá átt sem þér er ætlað.
8. Óútskýranleg veikindi eða krankleiki.
Oft má finna rót hinna ýmsa verkja og sjúkdóma í áföllum fyrri lífa, með því að fá skilning á upphafi verkjanna mun líkaminn og hugurinn vinna saman við það að heila sig sjálf.
9. Karma sambönd.
Í fyrri lífs dáleiðslu er hægt að skoða karma lotur eða mynstur og heila það sem hefur neikvæð áhrif á þitt núverandi líf. Það getur gefið þér meiri frið og frelsi til þess að lifa lífinu.
10. Sjálfsvitund og andlegur þroski.
Dáleiðsla getur verið mjög öflugt verkfæri til þess að nýta sér í sjálfsvinnu og andlegum þroska þar sem hugurinn er opinn fyrir allskonar úrvinnslu og sjálfsvinnu án utanaðkomandi áhrifa og truflanna.
Comentários